Ísak Bergmann skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í Svíþjóð – hér er markið


Ísak Bergmann Jóhannesson, heldur áfram að stimpla sig inn með látum í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Í kvöld skoraði Skagamaðurinn ungi sitt fyrsta mark í efstu deild í Svíþjóð en hann er fæddur árið 2003.

Alls hefur hann leikið 3 leiki í efstu deild, en hann lagði upp tvö mörk í fyrsta byrjunarliðsleik sínum nýverið.

Norrköping er í efsta sæti deildarinnar með 16 stig, en liðið hefur sigrað í fimm leikjum og gert eitt jafntefli. Markatala liðsins er 17:6.