Dino Hodzic, markvörður Kára, heldur áfram ævintýri sínu þegar kemur að því að verja vítaspyrnur í 2. deild karla í knattspyrnu.
Dino varði vítaspyrnu á lokamínútunum gegn Dalvík/Reyni. Þetta var fjórða vítaspyrnan sem Dino Hodzic ver í síðustu þremur leikjum Kára.
Staðan var 1-0 fyrir Kára á þeim tíma en Guðfinnur Leósson kom heimamönnum hafði komið Kára yfir skömmu áður.
Vítaspyrnan var umdeild eins og sjá má í þessari samantek frá ÍATV.
Með sigrinum komst Kári í 7. sæti deildarinnar.