Birgir Leifur hættir í lok sumars sem íþróttastjóri Leynis


Birgir Leifur Hafþórsson hefur sagt starfi sínu lausu sem íþróttastjóri hjá Golfklúbbnum Leyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Leyni.

Birgir Leifur, sem er sigursælasti kylfingur allra tíma á Íslandsmótinu í golfi, hefur starfað sem íþróttastjóri Leynis frá árinu 2017.

Sjöfaldi Íslandsmeistarinn mun ljúka sumrinu sem íþróttastjóri Leynis en að því loknu heldur hann til starfa í öðrum verkefnum.

Birgir Leifur atvinnukylfingur og sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi hefur verið ráðinn íþróttastjóri hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi.

Í tilkynningunni kemur fram að stjórn Leynis mun á næstu misserum funda með barna- og unglinganefnd GL, meta stöðuna og huga að ráðningu nýs þjálfara fyrir klúbbinn í lok sumar.

http://localhost:8888/skagafrettir/2017/04/07/birgir-leifur-kominn-heim-nyr-ithrottastjori-golfklubbsins-leynis/