Hvetur bæjarbúa til að taka þátt í slembiúrtaki vegna skimunar á Covid-19


„Hvar væru Íslendingar staddir í baráttunni við Covid-19 ef Íslensk erfðagreining hefði ekki verið til staðar og hjálpað okkur í baráttunni?, skrifar Sævar Freyr Þráinsson á fésbókarsíðu sína í dag.

Sævar Freyr, sem er bæjarstjóri Akraness, hvetur bæjarbúa til þess að taka þátt í fyrirhugaðri skimun vegna Covid-19. Um er að ræða „slembiúrtak“ sem mun ná sérstaklega til Akranes í kjölfar hópsmits sem greint var á Akranesi á dögunum.

Kári Stefánsson er einstakur maður, fagmaður og umhugað um líf fólks. Í meðfylgjandi viðtali kemur fram að fyrirhuguð skimun verður með slembiúrtak sem mun ná sérstaklega til Akranes, auk Reykjavíkur. Ég hvet Skagamenn til þátttöku sem munu fá boð um slíkt. Ef veiran er að ná fótfestu í okkar samfélagi á ný þá getur þessi skimun gert gæfumuninn í að ná tökum á vandanum.

Það er mikilvægt að þakka þetta framlag íslenskrar erfðagreiningar og þess frábæra starfsfólks

Við erum heppnir, Íslendingar, að hafa Kára og hans fólk. Það er langt frá því að vera sjálfsagt mál að fyrirtækið haldi áfram að stíga inn með allt þetta fjármagn og alla sína þekkingu.

Eins og ein góð menneskja sem ég þekki ritaði. „Mér er alveg sama þótt Kári sé stundum frekur og ekki alltaf kurteis!.„ Ég tek heilshugar undir það.

Takk fyrir hjálpina á Akranesi Kári og Íslensk erfðagreining! Þakka sömuleiðis öllu okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólki.