Páll Sindri í raðir Kára á ný


Páll Sindri Einarsson mun leika með liði Kára í 2. deildinni í knattspyrnu það sem eftir er leiktíðar.

Páll Sindri er vel þekktur í röðum Kára en hann lék með liðinu á árunum 2014-2018. Páll Sindri var lykilmaður í liði Kára árið 2018.

Páll Sindri lék með Vestra á Ísafirði í fyrra og með liði Kórdrengja í 2. deildinni í sumar.