Matarbúr Kaju verðlaunað fyrir frumkvöðlastarf í sátt við náttúru og umhverfi


Karen Emílía Jónsdóttir, eða Kaja, fékk fyrr í sumar viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í sátt við náttúru og umhverfi.

Það var stjórn Náttúrulækningafélags Reykjavíkur (NLFR) sem veitti Matarbúri Kaju viðurkenninguna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NLFR sem birt var á heimasíðu félagsins.

Myndin hér fyrir ofan er tekin við þetta tilefni og má þar sjá Inga Þór Jónsson formann NLFR, Karen Emelía eigandi Matarbúrs Kaju, Brynja Gunnarsdóttir ritari NLFR og Björg Stefánsdóttir meðstjórnandi NLFR.

Fyrirtækið Kaja organic ehf er í eigu Karenar Emilíu og er reksturinn fjölþættur.

Lífrænt fyrir alla er slagorð fyrirtækisins og við Stillholt 23 á Akranesi er aðalstarfsemin.

Kaffi Kaja eina lífrænt vottaða kaffihúsið á landinu, þar er einnig verslun með umbúðalausar lífrænar vörur. Þar er einnig framleiðslueldhús þar sem framleiddar eru ýmsar lífrænar vörur sem hafa algjöra sérstöðu, s.s. byggmjólk, ýmsir latte-drykkir, frækex, vegan tertur, pestó, tómatsúpa og margt fleira.

Skýr stefna er einnig hjá fyrirtækinu að vera plastlaus, engin matarsóun(zero waste) og að viðskiptavinurinn fái að njóta þess ef hagstætt verð hjá birgjum

Hér má kynna sér frekar starfssemi Matarbúrs Kaju.