Ólafur Karel Eiríksson mun leika með Gróttu í Reykjavík á næstunni en ÍA og Gróttu hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Ólafs.
Ólafur Karel er á 19. aldursári og hefur hann leikið með ÍA og Kára undanfarin tvö ár. Hann lék með liði Breiðabliks í yngri flokkunum.
Hann hefur fagnað Íslandsmeistaratitlinum í tvígang sem leikmaður ÍA í 2. flokki en í sumar hefur hann verið leikmaður Kára í 2. deildinni.
Ólafur Karel er miðjumaður sem getur jafnframt leyst ýmsar aðrar stöður á vellinum.