Á sameiginlegum fundi skóla- og frístundaráðs og bæjarráðs Akraness sem fram fór s.l. föstudag var samþykkt að hætta við ráðningu í stöðu forstöðumanns íþróttamannvirkja á Akranesi. Ástæðan eru fyrirhugaðar skipulagsbreytingar hjá Akraneskaupstað.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað.
Staðan var auglýst um miðjan júlí s.l. og sóttu 15 aðilar um starfið en umsóknarfrestur rann út 9. ágúst s.l.
„Ráðin lögðu til við bæjarstjóra að starf forstöðumanns íþróttamannvirkja verði endurskoðað og verði sú endurskoðun hluti af þeirri vinnu sem nú á sér stað við gerð umbótaáætlunar í framhaldi af úttekt Capacent á rekstri og innra vinnulagi hjá Akraneskaupstað. Bæjarráð þakkar þeim umsækjendum sem sóttu um stöðuna fyrir þeirra áhuga á að starfa fyrir Akraneskaupstað.“