Ísak í liði umferðarinnar – Juventus fylgist vel með Skagamanninum


Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er í liði umferðarinnar hjá vefmiðlinu Dplay Sport. Ísak Bergmann hefur leikið vel með sænska úrvalsdeildarliðinu Norrköping að undanförnu.

Hinn 17 ár gamli miðjumaður skoraði m.a. eitt mark og lagði upp annað í 2-0 sigri liðsins gegn Kalmar á útivelli í síðustu umferð.

Á leiktíðinni hefur Ísak Bergmann skorað alls þrjú mörk og lagt upp sex mörk til viðbótar fyrir liðið.

Sænskir fjölmiðlar fylgjast vel með því sem Ísak Bergmann er að gera með Norrköping.

Á vef Expressen, sem er einn stærsti íþróttafréttamiðill landsins, segir frá því að útsendari frá ítalska meistaraliðinu Juventus hafi verið á leiknum til þess að fylgjast með íslenska U-21 árs leikmanninum.

Juventus er frá borginni Tórínó og er eitt af stærstu liðum Evrópu. Liðið hefur fagnað meistaratitlinum á Ítalíu undanfarin 9 ár og alls 36 sinnum. Liðið hefur tvívegis fagnað Evrópumeistaratitlinum ásamt fjölda annarra titla.

Með liðinu leikur hinn eini sanni Cristiano Ronaldo frá Portúgal. Ronaldo lék á árum áður með enska stórliðinu Manchester United en þess má geta að Ísak Bergmann hefur verið eldheitur stuðningsmaður þess liðs frá unga aldri.

Hér er markið frá Ísak Bergmann.