Ný lýsing mun gjörbreyta umferðaröryggi í Hvalfjarðagöngunum


Unnið er að töluverðum endurbótum í Hvalfjarðagöngunum um þessar mundir hvað varðar lýsingu og umferðaröryggi.

Fyrirtækið Orkuvirki er í því verkefni að setja upp kantlýsingar sem er töluverð bylting þegar kemur að umferðaröryggi.

Um er að ræða LED ljós frá svissneska fyrirtækinu Gifas.

Vinna við uppsetningu fer fram seint að kvöld og um nætur eða frá 22 að kvöldi til kl. 7 að morgni.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að vegfarendur eru beðnir um að fara varlega og taka tillit til starfsmanna og sýna þolinmæði á meðan framkvæmdir standa yfir.