Nýjasti atvinnumaður Íslands hóf ferilinn með yngri flokkum ÍA


Knattspyrnumaðurinn Valdi­mar Þór Ingu­mund­ar­son er nýjasti atvinnumaður Íslands.

Valdimar Þór hefur samið við norska liðið Ströms­god­set.

Fylkismaðurinn hóf knattspyrnuferilinn með yngri flokkum ÍA en hann er fæddur árið 1999 og er því 21 árs gamall.

Faðir Valdimars Þórs er Skagamaðurinn Ingimundur Barðason og er ættbogi Valdimars Þórs á Akranesi fjölmennur.

Valdimar Þór hefur verið einn besti leikmaður PepsiMax deildarinnar á þessu tímabili. Hinn 21 árs gamli framherji skoraði 8 mörk í 14 leikjum fyrir Fylki á tímabilinu.

Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Ströms­god­set eða út tímabilið 2023.

Alls hefur Valdimar Þór leikið 53 leiki í efstu deild fyrir Fylki. Hann hefur skorað alls 17 mörk og á hann að baki fimm landsleiki fyrir U-21 árs landslið Íslands.

Ströms­godet er í tólfta sæti norsku úr­vals­deild­ar­inn­ar með 20 stig eft­ir fyrstu sautján leiki.