„Ljúft að sjá boltann fara ofaní“ – Björn Viktor sigraði á Unglingaeinvígi GM 2020


Skagamaðurinn Björn Viktor Viktorsson sigraði á Titleist Unglingaeinvíginu sem fór fram á Hlíðavelli í gær.

Björn Viktor tryggði sér sigurinn með glæsilegum fugli á lokaholunni í úrslitum mótsins.

„Ég sló af um 90 metra færi á 9. holunni í úrslitum og boltinn endaði um eins metra fjarlægð. Það var ljúft að sjá boltann fara ofaní og tryggja sigurinn,“ segir Björn Viktor sem er fæddur árið 2003 og er einn af efnilegustu kylfingum landsins.

Keppnistímabilið 2020 hefur verið litríkt hjá Birni Viktori en hann hefur gengið í gegnum ýmis erfið verkefni.

„Ég fór í sóttkví vegna Covid-19 þegar keppnistímabilið stóð sem hæst. Ég missti af Íslandsmótinu í golfi 2020 hjá GM og Íslandsmóti unglinga í holukeppni. Í fyrra komst ég ekki inn á Unglingaeinvígið hjá GM vegna mistaka í stigalistanum. Það var því mjög gott fyrir sjálfstraustið að ná þessum sigri og koma Golfklúbbnum Leyni á kortið á ný,“ sagði Björn Viktor við skagafrettir.is í kvöld.

Allir bestu unglingar landsins mættu til leiks og háðu harða baráttu um titilinn. Eftir forkeppni komust eftirtaldir kylfingar í úrslitaeinvígið sem fór fram núna síðdegis.

  • -Guðjón Frans Halldórsson, GKG
  • -Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR
  • -Veigar Heiðarsson, GA
  • -Bjarni Þór Lúðvíksson, GR
  • -Tristan Snær Viðarsson, GM
  • -Sara Kristinsdóttir, GM
  • -Björn Viktor Viktorsson, GL
  • -Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM
  • -Mikael Máni Sigurðsson, GA
  • -Tómas Eiríksson Hjaltested, GR (Sigurvegari 2019)

Í úrslitunum var leikið stórkostlegt golf og að lokum var það Björn Viktor Viktorsson úr GL sem sigraði með glæsilegum fugli á lokaholu einvígisins en sigurvegarinn hlaut nýjasta driverinn frá Titleist í verðlaun, Titleist TSi.

Hérna fyrir neðan má sjá heildarúrslit mótsins

1. sæti –Björn Viktor Viktorsson, GL
2. sæti – Veigar Heiðarsson, GA
3. sæti – Tómas Eiríksson Hjaltested, GR
4. sæti – Mikael Máni Sigurðsson, GA
5. sæti – Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR
6. sæti – Guðjón Frans Halldórsson, GKG
7. sæti – Bjarni Þór Lúðvíksson, GR
8. sæti – Sara Kristinsdóttir, GM
9. sæti – Tristan Snær Viðarsson, GM
10. sæti – Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM

Sigurvegarar Unglingaeinvígisins frá upphafi

2005 – Sveinn Ísleifsson, GKj
2006 – Guðni Fannar Carrico, GR
2007 – Andri Þór Björnsson, GR
2008 – Guðjón Ingi Kristjánsson, GKG
2009 – Andri Már Óskarsson, GHR
2010 – Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK
2011 – Ragnar Már Garðarson, GKG
2012 – Aron Snær Júlíusson, GKG
2013 – Ingvar Andri Magnússon, GR
2014 – Ingvar Andri Magnússon, GR
2015 – Björn Óskar Guðjónsson, GM
2016 – Henning Darri Þórðarson, GK
2017 – Ragnar Már Ríkarðsson, GM
2018 – Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
2019 – Tómas Eiríksson Hjaltested, GR
2020 – Björn Viktor Viktorsson, GL