Íþrótta – og tómstundastyrkjum úthlutað til barna frá tekjulágum heimilum


Velferðar- og mannréttindaráð Akraness samþykkti á síðasta fundi sínum fyrirliggjandi drög og vinnulag vegna úthlutunar á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn á tekjulágum heimilum.

Alþingi samþykkti nýverið fjáraukalög fyrir árið 2020 þar sem að gert er ráð fyrir 600 milljóna kr. framlagi til sveitarfélaga í því skyni að gera þeim kleift að veita styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir.

Félagsmálaráðuneytinu hefur gefið út leiðbeiningar til að samræma úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum fyrir sveitarfélög.

Ráðið felur starfsmönnum sviðsins að útfæra framkvæmd verkefnisins.