Björgvin Þór keppir fyrir hönd FVA í Söngkeppni framhaldskólanna 2020


Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram annað kvöld og verður í beinni útsendingu á RÚV kl. 19:45. Fulltrúi FVA í ár er

Björgvin Þór Þórarinsson er fulltrúi Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í Söngkeppni framhaldsskólanna 2020.

Keppnin fer fram laugardaginn 26. september og verður keppnin í beinni útsendingu á RÚV – og hefst útsendingin kl. 19:45.

Björgvin Þór hefur vakið athygli í leiksýningum Melló undanfarin ár. Hann verður 16. keppandinn sem stígur á sviðið. Lagið sem hann mun flytja heitir

Bright Lights Bigger City eftir CeeLo Green sem er hér fyrir neðan.

Úrslitin munu ráðast af niðurstöðu dómnefndar og símakosningar.

Hægt er að greiða atkvæði með því að hringja eða senda SMS í númerið
900 9116. Hvert atkvæði kostar 199 kr. en engin takmörk eru á fjölda atkvæða úr hverju símanúmeri.

Símakosning opnar þegar útsendingin hefst á RÚV kl. 19:45.