Fimm ný Covid-19 greindust á Vesturlandi í gær


Fimm ný Covid-19 smit greindust á Vesturlandi í gær samkvæmt tölfræðiupplýsingum á vefnum Covid.is.

Ekki er búið að birta upplýsingar í hvaða bæjarfélögum nýju smitin komu upp.

Á vef Skessuhorns er sagt frá því að tvö af þessum nýju smitum hafi komið upp í Stykkishólmi og annar af þessum tveimur einstaklingur dvelur í einangrun í Reykjavík.

Alls eru 11 í einangrun í Stykkishólmi og alls 16 í landshlutanum.