Tvær áhugaverðar viðureignir í dag í fótboltanum á AkranesiÞað er nóg framboð af fótboltaleikjum á Akranesi í dag.

ÍA tekur á móti Víkingum úr Reykjavík á Akranesvelli í PepsiMax deild karla. Sá leikur hefst kl. 14.00.

ÍA er með 20 stig í 7. sæti deildarinnar en leikurinn í dag verður sá 17. á tímabilinu hjá Skagamönnum en alls eru 22 umferðir í deildinni. Víkingar úr Reykjavík hafa leikið 15 leiki á tímabilinu.

Liðið er í þriðja neðsta sæti en Skagamaðurinn Arnar Gunnlaugsson er þjálfari liðsins.

Í kvöld kl. 19:15 tekur lið Kára frá Akranesi á móti liði Fjarðabyggðar.

Kári er í 8. sæti með 22 stig eftir 17. umferðir en Fjarðabyggð er í sætinu fyrir ofan með 24 stig.