Töluverð fjölgun Covid-19 smita á Akranesi


Alls eru átta einstaklingar í einangrun á Akranesi vegna Covid-19.

Á föstudaginn í síðustu viku var aðeins einn einstaklingur í einangrun á Akranesi vegna Covid-19 smits.

Það er því töluverð fjölgun á Covid-19 smitum á Akranesi eins og sjá má í upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi sem birtar voru í dag.

Á landsvísu voru 39 greind smit í gær – sem er næstum því tvöfalt fleiri en á laugardaginn þegar 20 smit voru greind.

Að sögn Víðis Reynissonar hjá Almannavörnum eru jákvæðu fréttirnar þær að 34 af þeim 39 sem greindust með veiruna voru í sóttkví.

Alls eru 22 í einangrun á Vesturlandi og 64 í sóttkví . Á föstudag í síðustu viku voru 13 í einangrun og 102 í sóttkví.