Hannes Þór er heitur „Deutz“ aðdáandi – brot úr þættinum „Að Vestan“ á N4„Ég keypti fyrsta líkanið fyrir tíu árum þegar ég var staddur á Benidorm á Spáni. Þar fór ég inn í verslun sem var með traktorslíkön. Ég var í sveit sem barn og þar voru „Deutz“ traktorarnir hálfgerð trúarbrögð. Ég var því strax mjög heitur aðdáandi,“ segir Skagamaðurinn Hannes Þór Guðmundsson við Hlédísi Sveinsdóttur í þættinum „Að Vestan“.

Hannes Þór, sem starfar sem lögregluþjónn, hefur komið sér upp myndarlegu safni af traktorslíkönum í bílskúrnum við Einigrund á Akranesi.

„Ég versla mest á netinu og ég vissi ekki einu sinni af því að þessi safnaraheimur væri til,“ bætir Hannes við í viðtalinu.

Að Vestan er á dagskrá N4 á mánudögum kl. 20.00.

Hægt er að sjá alla þættina á heimasíðunni www.n4.is