Mikil fjölgun Covid-19 smita á landsvísu – 27 eru í einangrun á VesturlandiAlls greindust 61 á Íslandi með Covid-19 veiruna í gær og voru 39 þeirra ekki í sóttkví.

Þrír eru á gjörgæslu vegna Covid-19 og alls eru þrettán einstaklinga á sjúkrahúsi vegna veirunnar.

Á Vesturlandi eru 27 í einangrun með Covid-19 og en s.l. föstudag voru 26 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19.

Nýjustu tölfræðiupplýsingarnarnar koma fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is.