Aron Elvar stigahæstur í góðum sigri ÍA gegn Val



Karlalið ÍA í körfuknattleik hóf keppnistímabilið í 2. deildinni með góðum sigri gegn b-liði Vals. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu eða „Brimgarðinum“.

Hinn efnilegi Aron Elvar Dagsson var stigahæsti leikmaður ÍA með 22 stig í 99-93 sigri ÍA.

Sigur ÍA kom flestum á óvart ef miðað er við lokstöðuna á síðasta tímabili þar sem að b-lið Vals var í 2. sæti og ÍA í því 10. þegar keppnistímabilið var flautað af vegna Covid-19.

Næstu leikir ÍA eru gegn Stál-Úlfum og Ármanni á heimavelli en leikjadagskrá liðsins er hér fyrir neðan. Alls eru fimm leikir á dagskrá í október.