Toppinum ekki náð segir Víðir – fjöldi Covid-19 smita svipaður og fyrir síðustu helgiVíðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, var í viðtali í morgunþættinum Í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Víðir að fjöldi þeirra sem greindust með Covid-19 veiruna í gær sé svipaður og var fyrir síðustu helgi eða um 90 manns.

Um helgina greindust 60 á laugardag og 50 á sunnudag en færri skimanir eru um helgar en á virkum dögum.

Tölurnar um stöðuna á Covid-19 verða birtar kl. 11. í dag á vefnum www.covid.is.

„Við erum ekki komin með staðfestar tölur gærdagsins en hlutfallið um helgina og það sem við sáum fram eftir degi í gær sýnir að við erum bara á svipuðum stað eins og við höfum verið. Við erum ekki farin að sjá toppinn á þessu ennþá,“ sagði Víðir.