Nýjustu Covid-19 tölurnar á Akranesi – sunnudaginn 18. okt 2020Alls greindust 52 innanlands með COVID-19 í gær. Tæplega 80% þeirra sem greindust með veiruna voru í sóttkví. Alls eru 26 einstaklingar á sjúkrahúsi vegna veikinda af völdum Covid-19 og þar af eru fjórir á gjörgæslu. Alls voru 1.856 sýni tekin í gær.

Á Akranesi eru 13 í einangrun og 15 í sóttkví. Á Vesturlandi öllu eru 18 í einangrun vegna Covid-19 og 19 í sóttkví.