Framtíðarsvæði N1 verður norðan við AkranesvegBæjarstjórn Akraness lagði fram á síðasta fundi sínum breytingatillögu á aðalskipulagi vegna nýbyggingar sem N1 hefur í hyggju að reisa á lóð við Hausthúsatorg, norðan Akranesvegar.

Breytingin tengist samkomulagi sem Akraneskaupstaður gerði við Festi hf. Í samkomulaginu felst að bæjarfélagið leysi til sín lóðir N1 við Þjóðbraut og Dalbraut – og að fyrirtækið flytji starfsemi sína á nýja lóð, Hausthúsatorg, norðan Akranesvegar.

Fram kemur í kynningu á nýju deiliskipulagi kemur fram að með breytingunni fáist aukið svigrúm fyrir bæjarfélagið til uppbyggingar blandaðrar íbúðarbyggðar í framhaldi af s.k. Dalbrautarreit milli Dalbrautar og Þjóðbrautar, sem nú er í uppbyggingu.

Í fyrirhugaðri breytingu felst að skilgreindur verður nýr 1,6 ha landnotkunarreitur fyrir verslun og þjónustu, þ.e. bensínstöð, bílaþjónustu og upplýsingasvæði, norðan Akranesvegar og austan hringtorgs við Þjóðbraut. Færa þarf hluta Þjóðbrautar til norðurs og aðlaga reið- og göngustíga að nýrri lóð. Gert verður ráð fyrir aðrein úr austri inn á lóðina af Akranesvegi.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/12/23/skutan-a-forum-n1-oskar-eftir-landi-vid-hausthusatorg/