Hvað er bóluefni? – hér er svarið á mannamáli



Mikil umræða hefur verið um bóluefni á undanförnum misserum vegna Covid-19 faraldursins.

Háskóli Íslands birti nýverið áhugavert myndband þar sem að prófessor í smitsjúkdómafræðum fer á mannamáli yfir það hvernig bóluefni virka og hvernig þau eru búin til.

Magnús Gottfreðsson segir í þessu viðtali að bólefni megi líkja við sakbendingu í sakamáli.

„Þetta er gríðarlega spennandi svið og sennilega það svið innan læknisfræðinnar og lýðheilsu sem hefur bjargað hvað flestum mannslífum frá upphafi nútímalæknisfræði.“