Nýjustu Covid-19 tölurnar – laugardaginn 31. oktAlls greindust 56 Covid-19 smit á landinu í gær og þar af voru 39 í sóttkví.

Á Akranesi greindust fjögur ný smit og 50 einstaklingar fóru í sóttkví. Alls eru 109 í sóttkví á Akranesi. Á Vesturlandi öllu eru 27 í einangrun vegna Covid19 smits og 121 eru í sóttkví á Vesturlandi.

Alls eru 979 í einangrun á landinu og 1.862 í sóttkví. Á sjúkrahúsi eru 64 einstaklingar vegna Covid-19 og eru fjórir þeirra á gjörgæslu.

1.687 sýni voru tekin innanlands í gær, nokkru færri en í fyrradag þegar greindust 75 smit, en svipaður fjöldi og daginn þar áður þegar greindust 42 smit.

Hér er yfirlit frá Lögreglunni á Vesturlandi varðandi Covid-19 smit í landslhlutanum.