Ljósmyndasýning Friðþjófs vekur athygli við LangasandVið Langasand á Akranesi er útiljósmyndasýning frá Friðþjófi Helgasyni. Sýningin vekur athygli þeirra sem eiga leið um göngustíginn eins og sjá má þessum myndum sem skagafrettir.is tóku við sýninguna í blíðviðrinu í morgun.

Á liðnum árum hefur Friðþjófur Helgason sent frá sér fjórar ljósmyndabækur um Akranes og fólkið á Skaganum. Nú er í undirbúningi fimmta bókin sem hefur hlotið nafnið „Svona er Akranes“ sem verður gefin út á næsta ári.

Um er að ræða úrval úr væntanlegri ljósmyndabók frá Friðþjófi sem hefur fengið nafnið „Svona er Akranes“.

Bókin verður sú fimmta frá Friðþjófi um Akranes og fólkið á Skaganum.

Sýningin frá Friðþjófi er hluti af menningarhátíðinni Vökudagar sem nú fer fram víðsvegar um bæinn.

Á sýningu Friðþjófs eru 20 myndir á nýjum stöndum sem Akraneskaupstaður hefur látið smíða.