Rithöfundar lesa úr verkum sínum í beinni útsendingu á vegum Bókasafns Akraness



Þrátt fyrir óvenjulega tíma hvað varðar samkomur á Akranesi verður boðið upp á árlegt rithöfundakvöld sem Bókasafn Akraness stendur fyrir.

Að þessu sinni verður viðburðurinn sendur út á netinu og hefst útsendingin kl. 20:00.

Smelltu hér fyrir útsendinguna sem hefst kl. 20:00 mánudaginn 2. nóvember.

Halldóra Jónsdóttir forstöðumaður Bóksafns Akraness segir að ákveðið hafi verið að fara þessa leið þar sem að ljóst var að ekki var hægt að halda Rithöfundarkvöldið með hefðbundnum hætti.

Heiðar Mar Björnsson mun sjá um tæknimálin í útsendingunni þar sem að fimm rithöfundar munu lesa úr verkum sínum.

Halldóra verður kynnir á kvöldinu ásamt Sigurbjörgu Þrastardóttur frá Akranesi sem mun lesa úr nýrr bók sinni – Mæður geimfara.

Eftirfarandi rithöfundar koma fram.

Eyrún Ingadóttir: Konan sem elskaði fossinn
Ragnar Jónasson: Vetrarmein
Sigríður Hagalín Björnsdóttir: Eldarnir
Ófeigur Sigurðsson: Váboðar
Sigurbjörg Þrastardóttir: Mæður geimfara

Hlekkur á viðburðinn og útsendinguna er hér.