Arnór lét mikið að sér kveða með CSKA – lagði upp sigurmarkiðArnór Sigurðsson lét mikið að sér kveða með CSKA Moskvu í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Skagamaðurinn var í byrjunarliði CSKA og lagði hann upp sigurmarkið í 1-0 sigri liðsins gegn Rotor í Volgograd.

CSKA er í efsta sæti deildarinnar með 28 stig eftir 13 umferðir en liðið hefur unnið 9 leiki, tapað 3 og gert 1 jafntefli.

Alan Dzagoev skoraði markið á 41. mínútu en Arnór átti góðan leik og var nálægt því að skora eins og sjá má í samantekt leiksins hér fyrir neðan.

Arnór fór af leikvelli á 70. mínútu. Hörður Björgvin Magnússon var einnig í byrjunarliði CSKA.