Nýjustu Covid-19 tölurnar – þriðjudaginn 3. nóvemberAlls greindust 27 ný Covid-19 smit á Íslandi í gær og þar af voru 11 í sóttkví.

Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að lækka, það er nú 188,4, sem er talsvert lægra en í fyrradag þegar það var 198.

Alls eru 72 einstaklingar á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og þar af eru þrír á gjörgæslu. Frá því að faraldurinn kom upp hér á landi hafa 17 látist af völdum Covid-19 og þar af sjö núna í þriðju bylgju faraldursins.

Á Vesturlandi er lítil breyting á milli daga hvað Covid-19 faraldurinn varðar. Alls eru 27 í einangrun vegna Covid-19 og 160 eru í sóttkví á Vesturlandi. Það eru nánast sömu tölur og voru á mánudag en það fækkar um einn einstakling í einangrun á milli daga og engin breyting er á milli daga hvað varðar fjölda einstaklinga í sóttkví.