Bæjarráð hafnaði tilboði í eignina við Suðurgötu 108Bæjarráð Akraness hafnaði tilboði sem barst frá fyrirtækinu Verfars ehf. í húseignina við Suðurgötu 108. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs frá 5. nóvember s.l. Aðeins eitt tilboð barst í eignina sem er í eigu Akraneskaupstaðar. Tilboðinu var hafnað þar se það uppfyllti ekki skilyrði skv. fundargerð bæjarráðs frá 29. október sl.

Eignin við Suðurgötu 108 er samt sem áður áfram til sölu án
sérstakra skilyrða um lágmarksfjárhæð og önnur atriði sem tilgreind voru á fundi bæjarráðs þann 29. október sl.

Í fundargerð bæjarráðs kemur fram árétting frá meirihluta bæjarráðs þar

Elsa Lára Arnardóttir (Framsókn og Frjálsir) og Valgarður Lyngdal Jónsson (Samfylking) benda á að við sölu fasteigna Akraneskaupstaðar gilda „Reglur um sölu eigna í eigu Akraneskaupstaðar og stofnana hans,“ frá 23. september 2014 en reglurnar eru birtar á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Til viðbótar vegna Suðurgötu 108 gilda sérstakar kvaðir um viðhald, kauprétt og forkaupsrétt sbr. samþykkt bæjarráðs frá 14. maí sl. á fundi nr. 3418.

Rakel Óskarsdóttir lét bóka á fundnum að Sjálfstæðisflokkurinn sé mótfallinn því að húsið verði selt.

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins áréttar fyrri afstöðu sína í málinu og er því mótfallin að húsið verði selt. Þykir bæjarfulltrúanum miður að ákvörðun um að rífa húsnæðið og úthluta lóðinni að nýju hafi verið snúið við af bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar og Framsókn og frjálsum.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/12/04/akraneskaupstadur-stefnir-a-ad-selja-nokkrar-vel-thekktar-fasteignir-ur-safni-sinu/