Alls greindust 16 Covid-19 smit á Íslandi í gær en þetta kemur fram á vefnum covid.is. Á laugardaginn greindust 13 Covid-19 smit.
Nýgengi innanlandssmita er nú 142,1 á hverja hundrað þúsund íbúa.
Á Vesturlandi eru 18 í einangrun vegna Covid-19 og í sóttkví eru alls 114. Eitt Covid-19 smit greindist í gær á Vesturlandi og tveir einstaklingar bættust við í sóttkví frá því á sunnudaginn.