Við eigum fjögurra ára afmæli – takk fyrir okkur!


Í dag á fréttavefurinn skagafrettir.is afmæli. Vefurinn fór í loftið 10. nóvember árið 2016. Vefurinn er því fjögurra ára. Þessi tími hefur verið fljótur að líða og verkefnið hefur stækkað jafnt og þétt. 

Frá upphafi hafa jákvæðar fréttir verið uppistaðan í fréttaflórunni á skagafrettir.is. Þær áherslur verða áfram í aðalhlutverki. Með hækkandi lífaldri Skagafrétta má alveg búast við því að verkefnið stækki og þroskist enn frekar. 

Viðtökur lesenda hafa frá fyrsta degi verið stórkostlegar og fóru strax fram úr væntingum. Við sem að þessu stöndum erum þakklát fyrir allar heimsóknirnar. 

Aðsóknin hefur aukist jafnt og þétt með hverju árinu sem líður. Samanlagt hafa um 300 þúsund gestir komið í heimsókn á skagafrettir.is.

Ný viðmið og aðsóknarmet hafa verið sett með reglulegu millibili á undanförnum mánuðum. 

Á undanförnum fjórum árum hafa vel á fjórða þúsund fréttir verið skrifaðar og birtar á skagafrettir.is. Að meðaltali eru skrifaðar 70 fréttir í mánuði eða rétt rúmlega tvær fréttir á dag. 

Í stuttu máli þá erum við hæstánægð og þakklát fyrir viðtökurnar og hrósið frá ykkur lesendur góðir. Fjölskylduverkefnið mun halda áfram á meðan við höfum gaman af þessu – og markmiðið er að gera enn betur.

Skagafrettir.is hefur frá upphafi verið opinn fréttavefur og markmiðið er að halda áfram á þeirri vegferð. Rekstur fjölmiðla á Íslandi er erfiður og það er staðreynd að auglýsingum hefur fækkar jafnt og þétt hjá öllum fjölmiðlafyrirtækjum. 

Þú kæri lesandi getur tekið þátt í að efla jákvæða fréttavefinn með þínu framlagi. Slíkur stuðningur er afar mikilvægur fyrir fréttamiðla sem beina kastljósinu að nærsamfélaginu.

Frjáls framlög frá lesendum hafa frá upphafi verið styrkasta stoðin í rekstrinum. Slíkur stuðningur er afar mikilvægur og hvatning til að halda áfram að miðla því öllu því jákvæða sem er í gangi á Akranesi og hjá Skagamönnum nær og fjær.

Frjáls framlög í eitt skipti eða oftar á ári gefa jákvæða strauma og kraftmeiri fréttaflutning.

Takk fyrir að fylgjast með skagafrettir.is.
Sigurður Elvar Þórólfsson, ritstjóri.

Skagafréttir ehf.
552-26-11875
440219-0550