Alls greindust 26 ný Covid-19 smit í gær á Íslandi. Af þeim voru 19 í sóttkví. Þetta kemur fram á vefnum covid.is.
Nýgengi smita er nú 112,6, á hverja 100.000 íbúa en í gær var það 129.

Á Vesturlandi eru 16 í einangrun vegna Covid-19 og 94 eru í sóttkví í landshlutanum samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi. Tvö ný smit greindust í gær á Akranesi.

