Átta ný Covid-19 smit – þrjár grundvallabreytingar gerðar á sóttvarnartakmörkunum


Alls greindust átta Covid-19 smit á Íslandi í gær. Sex af þeim voru ekki í sóttkví. Ekkert nýtt smit var greint á Vesturlandi, tvö smit greindust á Norðurlandi og sex á höfuðborgarsvæðinu.

Á Akranesi eru 14 í einangrun vegna Covid-19, og 20 eru í sóttkví. Alls eru 24 í sóttkví í landshlutanum og alls 16 í einangrun vegna Covid-19.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði til þrjár grundvallarbreytingar í sóttvarnartakmörkunum sem taka gildi á miðvikudaginn í næstu viku, 18. nóvember. Áfram verður tíu manna samkonubann og tveggja metra reglan verður einnig í gildi áfram.

1. Starfsemi hárgreiðslustofa, nuddara og snyrtistofa verður leyfð á ný.
2. Íþróttastarf barna verður leyft á ný, með og án snertinga.
3. Í öllum hópum á framhaldsskólastigi 25 manna hámark með tveggja metra reglu sem hingað til hefur aðeins verið í boði fyrir 1. árs nema.

Reglurnar gilda frá og með 18. nóvember til 2. desember.