Maraþonviðureign Bryndísar og Jóns heldur áfram í „tippinu“


Getraunastarf Knattspyrnufélags ÍA hefur verið fastur punktur í tilverunni hjá fjölmörgum Skagamönnum og þá sérstaklega hjá Bryndísi Guðjónsdóttur og Jóni Erni Arnarsyni sem eigast við í getraunaáskorun klúbbsins þriðju vikuna í röð.

Tippklúbbur KFÍA hefur brugðist við breyttum aðstæðum vegna Covid-19 lagt áherslu á að nýta tæknina í getraunastarfinu og nýverið var sett af stað getraunaáskorun sem mun verða vikulegur viðburður á keppnistímabilinu.

Jón Örn Arnarson og Bryndís Guðjónsdóttir eigast við á ný í þessari umferð – en þau hafa gert jafntefli í undanförnum tveimur umferðum.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig þau spá um úrslit helgarinnar.

Þau fengu bæði 9 rétta um síðustu helgi en voru með 7 rétta bæði tvö í vikunni þar á undan. Það er því góð framför hjá þeim báðum og aldrei að vita nema þau detti á þann stóra um næstu helgi. Það er risapottur um næstu helgi eða 150 milljónir kr. fyrir 13 rétta.

Getraunakeppnin er með þeim hætti að keppendur fylla út 96 raðir í Enska boltanum. Sá sem fær fleiri rétta er sigurvegari og fær nýjan mótherja í næstu umferð. Ef jafnt er hjá keppendum þá halda þeir báðir áfram í næstu umferð.

Sigmundur Ámundasona hafði betur gegn Kristleifi Skarphéðni Brandssyni í fyrstu umferð.

Jón Örn Arnarson hafði síðan betur gegn Sigmundi í 2. umferð en Jón Örn náði 11 réttum af alls 13 í þeirri viðureign.

Jón Örn og Bryndís eru að eigast við þriðju vikuna í röð þar sem þau hafa gert jafntefli í síðustu tveimur viðureignum.

Í lok tímabilsins fer fram keppni á milli þeirra tippsérfræðingar sem sigrað hafa í flestum viðureignum eða náð bestum árangri. Nánari útfærsla á úrslitakeppninni verður birt síðar.

Einar Brandsson er í forsvari fyrir getraunastarf KFÍA. Einar segir í samtali við Skagafréttir að vegna Covid-19 sé ekki hægt að hefja hið hefðbundna getraunastarf með venjulegum hætti.

„Það er mikil þörf að styðja við bakið á KFÍA með þessum hætti. Þeir sem vilja taka þáttt geta sent inn sínar raðir á [email protected] – það þarf að gerast fyrir kl. 10.00 á laugardagsmorgni.

Þessar raðir verða þá settar inn í kerfið hjá okkur. Þeir sem tippa í gegnum getraunakerfi KFÍA styrkja okkar félag aukalega þar sem hærra hlutfall af hverri röð rennur beint til KFÍA heldur en ef tippað er á 1×2.is eða á sölustöðum.

Þeir sem tippa ráða svo hvort þeir setja miðann inn í kerfi 1×2.is til að eiga möguleika á vinning. Miði með 96 röðum kostar 1.440 kr,“ segir Einar Brandsson við skagafrettir.is.

Bryndís Ólafsdóttir spáir svona fyrir leiki helgarinnar:

Jón Örn Arnarson spáir svona fyrir leiki helgarinnar: