Akraneskaupstaður auglýsir þrjú spennandi störf laus til umsóknar


Á vef Akraneskaupstaðar eru þrjú áhugaverð störf auglýst til umsóknar – og þar af er nýtt starf mannauðsstjóra. Hin tvö störfin eru byggingarfulltrúi og skipulagsfulltrúi.

Eyjamaðurinn Stefán Þór Steindórsson, sem starfað hefur sem byggingarfulltrúi Akraneskaupstaðar frá árinu 2016, fer í annað starf á höfuðborgarsvæðinu.

Mannauðsstjóri Akraneskaupstaðar er nýtt starf – og nánar má lesa um það starf hér.

Sigurður Páll Harðarson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, hefur sinnt starfi skipulagsfulltrúa samhliða sínu starfi. Nýr starfsmaður mun taka við því hlutverki af Sigurði Páli.

Nánar á vef Akraneskaupstaðar.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/02/15/stefan-thor-er-skuffuskald-med-sterka-tengingu-a-akranes/