Nýjustu Covid-19 tölurnar – sunnudaginn 15. nóvember


Aðeins þrjú Covid-19 smit greindust í gær og hafa þau ekki verið færri í rúmlega 8 vikur.

Tæplega 900 sýni voru greind í gær en aðeins tvívegis áður hafa færri sýni en 1000 verið greind á síðustu fjórum mánuðum.

Nýgengi smita innanlands er komið í 71,4 á hverja 100 þúsund íbúa. Það fór hæst í 291,5 um miðjan október.

Á Vesturlandi eru 15 í einangrun vegna Covid-19 þar af 13 á Akranesi. Í sóttkví eru alls 20 þar af 17 á Akranesi.