Íslenska U21- árs landslið karla í knattspyrnu á enn möguleika á að komast í úrslitakeppni EM.
Valdimar Ingimundarson, fyrrum leikmaður ÍA, tryggði Íslandi 2-1 sigur á lokasekúndunum gegn Írum s.l. fimmtudag. Markið var afar mikilvægt og fögnuðu leikmenn Íslands vel og innilega eins og sjá má í þessu myndbandi.
Valdimar Þór Ingimundarson er leikmaður norska liðsins Strömgodset en hann var áður leikmaður Fylkis. Hann lék með yngri flokkum ÍA á sínum tíma en faðir hans er Ingimundur Barðason, sem lék einnig með ÍA á árum áður.
Íslenska liðið hefur lokið keppni í undankeppninni þar sem að lokaleiknum, við Armeníu var aflýst. Ísland þarf að stóla á að Ítalía sigri Svía á heimavelli til að halda í vonina að komast á EM. Fleiri úrslit í öðrum riðlum þurfa að falla Íslendingum í hag til að liðið fari beint inn á EM með bestan árangur í 2. sæti.
Hörður Ingi Gunnarsson, fyrrum leikmaður ÍA, og núverandi leikmaður FH var í byrjunarliðinu gegn Írum líkt og Valdimar. Ísak Bergmann Jóhannesson(Norrköping) kom inná sem varamaður í þessum leik. Bjarki Steinn Bjarkason (Veniza) og fyrrum leikmaður ÍA var í leikmannahópnum en kom ekki við sögu.