Nýjustu Covid-19 tölurnar – mánudaginn 23. nóvember

Alls greindust þrír einstaklingar með Covid-19 í gær og voru tveir þeirra í sóttkví. Rétt rúmlega fimm hundruð sýni voru tekin í gær og hafa ekki verið eins fá sýni tekin frá því um miðjan júní.

Alls eru 45 einstaklingar á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og þar af eru 2 á gjörgæslu.

Á Vesturlandi eru 8 í einangrun vegna Covid-19 og 9 eru í sóttkví. Á Akranesi eru 7 í einangrun vegna Covid-19 og 7 eru í sóttkví.