Útvarp Akraness fer í loftið í 33. skipti – mikilvæg fjáröflun fyrir Sundfélag Akraness

Útvarp Akraness verður á sínum stað um næstu helgi – en allt frá árinu 1988 hefur þessi viðburður sett stóran svip á jólaundirbúning Skagamanna nær og fjær.

Það er Sundfélag Akraness sem stendur á bak við þetta verkefni sem er jafnframt ein stærsta fjáröflun félagsins.

Útvarp Akraness fékk Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar árið 2019.

Að venju verður fjölbreytt dagskrá – og má lesa meira um helstu atriðin á myndinni hér fyrir neðan.

Útsendingin fer fram á FM 95.0 og einnig á fésbókarsíðu Útvarps Akraness.

Fjáröflun félagsins felst í lestri auglýsinga og jólakveðja sem lesnar eru á hálftíma fresti allan daginn. Sundfélagið óskar eftir stuðningi úr nærsamfélaginu

Sendið línu á [email protected] eða hringið í auglýsingasímann 841 8260 til að skrá ykkur eða fá nánari upplýsingar.