Nýjustu Covid-19 tölurnar – fimmtudaginn 26. nóvember

Alls greind­ust 11 einstaklingar með Covid-19 veiruna í gær hér á landi og aðeins þrír þeirra voru í sóttkví.

Rétt tæplega 700 sýni voru tekin í gær líkt og á deginum þar á undan.

Töluverð fjölgun er á einstaklingum í sóttkví en þeru eru alls 446 en voru 291.

Á Vesturlandi eru 5 einstaklingar í einangrun með Covid-19 og 7 eru í sóttkví samkvæmt tölum á vefnum covid.is. Ekkert nýtt smit greindist því á Vesturlandi í gær og einn einstaklingur bættist við á sóttkvíarlistann.

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir Íslands segir að vísbendingar séu um að sú jákæða þróun sem hefur verið undanfarið sé að snúast við.

Vísbendingar séu um að smitstuðullinn sem Háskóli Íslands heldur utan um sé á uppleið á ný.