Fjarfundur FVA heppnaðist vel – foreldrar áhyggjufullir

Stjórnendur FVA eru ánægðir með netfundinn sem fram fór fimmtudaginn 19. nóvember s.l. Á fundinum, sem fram fór í gegnum fjarfundarbúnað voru þegar mest var um 70 gestir. Fundarefnið var staða náms og kennslu í covidfaraldri.

Fundurinn gekk það vel að nú þegar hefur verið ákveðið að halda slíkan fund á næstu önn til að ræða málin.

Á vef FVA kemur fram að foreldrar nemenda eru áhyggjufullir en sýna ástandinu fullan skilning. Vonir allra standa til að hægt verið að bjóða upp á meira staðnám á komandi önn. Þreyta er farin að gera vart við sig á meðal nemanda – samkvæmt niðurstöðu úr könnun frá Rannsóknum og greiningu sem nemendur FVA tóku þátt í á dögunum.

Brautskráning fer fram 18. desember en ekki er búið að ákveða hvernig staðið verður að þeirri athöfn – en það eina sem er ljóst að bein útsending verður frá athöfninni í streymi á netinu.

Forráðamenn FVA lögðu einnig áherslu á að nemendur og forráðamenn þeirra geti ávallt haft samband við stjórnendur og námsráðgjafa.

„Nú er bara að klára þetta öll saman og leggjast á eitt um að koma unga fólkinu okkar í gegnum þetta,“ segir á vef FVA.

Nánar á vef FVA með því að smella hér:

http://localhost:8888/skagafrettir/2020/11/18/stada-nams-og-kennslu-til-umraedu-a-opnum-netfundi-fva/