Alls greindust 8 ný Covid-19 smit á Íslandi í gær. Aðeins þrír þeirra voru í sóttkví. Tæplega 550 sýni voru tekin en að jafnaði eru tekin færri sýni á sunnudögum en aðra daga vikunnar.
Á Vesturlandi eru 3 í einangrun vegna Covid-19 og er staðan óbreytt frá því í gær. Alls eru 6 í sóttkví landshlutanum.
Á Akranesi eru 2 í einangrun vegna Covid-19 og alls eru 4 í sóttkví – og er engin breyting frá því í gær á þessum tölum á Akranesi.