Mikið jólafjör í fyrsta glugganum á „Skaginn syngur inn jólin“

Í dag var fyrsti glugginn opnaður í dagatalinu „Skaginn syngur inn jólin með þér“.

Alls er 24 tónlistaratriði á dagskrá og verður einn gluggi opnaður kl. 9 á hverjum morgni fram að jólum.

Mikil leynd hvílir yfir flytjendum en atriðin voru tekin upp í Stúkuhúsinu á Byggðasafninu í Görðum.

Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir eru kynnar í þessu verkefni. Heiðar Mar Björnsson sá um upptökur og Sigurður Ingvar Þorvaldsson sá um hljóðupptökurnar.

Hljómsveitarstjórinn er Birgir Þórisson, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi.