Nýjustu Covid-19 tölurnar – þriðjudaginn 1. desember

Alls greindust 18 einstaklingar með Covid-19 á Íslandi í gær og voru 7 þeirra ekki í sóttkví.

Rúmlega 1100 sýni voru tekin og er það rúmlega helmingi fleiri sýni en tekin voru á sunnudag.

Nýgengi innanlands fer nú hækkandi og er í dag 41,5 og en það var 38,5 í gær. Það hefur farið hækkandi frá 25. nóvember.

Alls eru 40 einstaklingar á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og eru tveir þeirra á gjörgæslu.

Samkvæmt tölum á vefnum covid.is er aðeins einn einstaklingur í einangrun vegna Covid-19 á Vesturlandi og aðeins fimm eru í sóttkví. Ekkert smit greindist því í landshlutanum í gær.

Hinsvegar fjölgar einstaklingum í sóttkví og eru alls 12 í sóttkví – þar af 10 á Akranesi. Til samanburðar voru 6 einstaklingar í sóttkví í gær, mánudaginn 30. nóvember.