Nýjustu Covid-19 tölurnar – sunnudaginn 6. desember

Fjögur Covid-19 smit greindust á Íslandi í gær og voru allir einstaklingarnir í sóttkví.

Færri sýni voru tekin í gær en svo virðist sem að einstaklingar sæki síður í sýnatöku um helgar. .

Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, sagði í gær á upplýsingafundi að jafn mikil rannsóknargeta væri um helgar og á virkum dögum en að einhverra hluta vegna sækti fólk síður í sýnatöku um helgar.

Samkvæmt vefnum covid.is eru nú alls 6 einstaklingar í einangrun á Vesturlandi vegna Covid-19 og 90 eru í sóttkví.

Á laugardaginn voru 89 í sóttkvó og 5 í einangrun vegna Covid-19. Samkvæmt þessum upplýsingum greindist því einn einstaklingur á Vesturlandi í gær með Covid-19.