Alls voru átta Covid-19 smit greind í gær og voru sjö þeirra í sóttkví. Þetta er annar dagurinn í röð þar sem að átta Covid-19 smit greinast á landinu.
Rétt rúmlega 820 sýni voru tekin.
Á Vesturlandi er staðan óbreytt hvað varðar einstaklinga í einangrun vegna Covid-19. Alls eru 7 í einangrun vegna Covid-19 smits í landshlutanum.
Hinsvegar fækkar umtalsvert í hópi þeirra sem eru í sóttkví en aðeins 3 einstaklingar eru nú í sóttkví á Vesturlandi.
Í upphafi vikunnar voru 92 í sóttkví á Vesturlandi og hafa því 89 einstaklingar losnað úr sóttkví á undanförnum tveimur dögum.