Aðstoðarskólameistari FVA endurráðin til ársins 2025

Dröfn Viðarsdóttir var á dögunum ráðin sem aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

Alls sóttu þrír um starfið.

Í tilkynningu frá FVA kemur fram að ákvörðun um ráðningu var tekin á grundvelli innsendra gagna og viðtals sem fram fór þann 23. nóvember.

Ráðgjafi frá Attentus kom að viðtali og greiningu gagna.

Niðurstaðan varð sú að Dröfn Viðarsdóttir var ráðin til ársloka 2025 en hún hefur gegnt starfinu sl. fimm ár.

Dröfn mun því starfa við hlið Steinunnar Ingu Óttarsdóttur skólameistara sem tók við starfinu í byrjun þessa árs. Steinunn Inga var skipuð í embættið til fimm ára eða til ársins 2025.

Dröfn Viðarsdóttir. Mynd/Blika