Nýjustu Covid-19 tölurnar – þriðjudaginn 15. desember

Rétt tæplega 1300 Covid-19 sýni voru tekin innanlands á Íslandi í gær. Alls greindust 3 með Covid-19 smit og var einn ekki í sóttkví.

Á síðustu þremur dögum hafa því allir nema einn verið í sóttkví sem greinst hafa með Covid-19 smit.

Á landinu eru 142 í einangrun með Covid-19 smit og 293 í sóttkví.

Alls eru 33 einstalingar á sjúkrahúsi og þar af eru þrír á gjörgæslu.

Á Vesturlandi er staðan eftirfarandi. Alls eru 4 í einangrun vegna Covid-19 og 3 einstaklingar eru í sóttkví. Á Akranesi eru aðeins 2 í einangrun vegna Covid-19 og einn er í sóttkví.