Nýverið fékk Akraneskaupstaður styrk frá Evrópusambandinu til þess setja upp háhraða þráðlaust net víðsvegar um Akranes.
Styrkurinn frá Evrópusambandinu er 15.000 Evrur eða sem nemur 2,4 milljónum kr.
Á þessu ári voru settar upp þráðlausir háhraðasenda við vinælustu ferðamannastaði Akraness – og einnig í íþróttahús bæjarins.
Á þessum stöðum geta gestir nýtt sér ókeypis háhraða þráðlaust net sem ber nafnið wifi4eu.
Reykjavíkurborg og Sveitarfélagið Skagafjörður hlutu styrk til samskonar verkefna og eru þessi sveitarfélög ásamt Akraneskaupstað á meðal þeirra fyrstu sem setja slík net upp.
Í tilkynningu frá Akraneskaupstað kemur fram að það sé von bæjarins að netið nýtist bæjarbúum sem og gestum bæjarins með sem bestum hætti.